Ljósmyndaraspjallið

Gunnar Freyr Jónsson #19

Ólafur Jónsson Season 1 Episode 19

Jæja það gerðist, Óli Jóns og Gunnar Freyr gáfu sér loks tíma til að setjast niður og taka upp nýjan þátt af Ljósmyndaraspjallinu.
Við leituðum ekki mjög langt af viðmælanda í þetta skiptið, Óli tók viðtal við Gunnar.
Gunnar ákvað að demba sér í djúpu laugina og gerast atvinnuljósmyndari.
Hann er kominn með ljómandi fínt stúdíó í Grafarvoginum og rekur sitt fyrirtæki undir nafninu Thule Photo.
Í þessum þætti er farið aðeins yfir ferlið að fara frá áhugamanni í atvinnumann, hvað hefði mátt gera betur, hvað gekk vel og svo fram vegis.
Græjuhornið er á sínum stað ásamt allskonar vitleysu og almennri umræðu um ljósmyndun í sínu víðasta samhengi.
Af gefnu tilefni biðjumst við velvirðingar á hljóðgæðum en eitthvað hefur tæknistjórinn ryðgað í þessari pásu.