Ljósmyndaraspjallið
Ljósmyndaraspjallið
Tíundi þáttur Gígja Einarsdóttir
Ljósmyndarinn Gígja Einarsdóttir hefur síðustu ár fangað einstök augnablik af íslenska hestinum í sínu náttúrulega umhverfi. Myndir hennar hafa meðal annars birst á veggjum lúxushótela og fatnaði og vörum frá þekktum tískuvörumerkjum eins og H&M og Urban Outfitters.
Hesturinn er einstaklega falleg og kraftmikil skepna og hefur heillað listamenn frá örófi alda. Hann er viðfang meðal annars í fornum hellaristum, teikningum frá miðöldum og óteljandi ljósmyndum, eftir að sú tækni kom til. Gígja er fjölhæfur ljósmyndari, en hefur einstaka hæfileika til að sjá hestinn í allri sinni fegurð. Hún er uppalin í sveit og hefur frá blautu barnsbeini rýnt í atferli í hrossastóði, á því mjög auðvelt með að ná trausti hestanna og nálgast þá.
Instagram
gigjae.com