Ljósmyndaraspjallið

Tólfti þáttur Sigurður Ólafur Sigurðsson

Ólafur Jónsson Season 1 Episode 12

Sigurður Ólafur Sigurðsson er ljósmyndari með bakgrunn í leit og björgun og menntun björgunarfólks.  Hann útskrifaðist með hæstu einkun úr ljósmyndun frá Tækniskólanum vorið 2012 og hefur starfað við fagið síðan.

Hann myndar mikið fyrir aðila í neyðargeiranum, ásamt fjölbreyttri flóru fyrirtækja og stofnana. Með ljósmyndun fyrir neyðargeirann sameinar hann tvö af sínum helstu hjartans málum, björgunarstörfum og ljósmyndun og reynslan úr þeirri vinnu nýtist vel í verkefnum fyrir aðra aðila.

Siguður Ólafur gaf nýverið út bókina Shooting Rescue. Í þessu spjalli ræðum við tilkomu þessarar bókar, björgunarstörfin og ljósmyndun almennt.